Mannlegi þátturinn

Ertu klár í kynlífið? Vinkill dagsins og Aníta Rut lesandi vikunnar


Listen Later

Handbókin Ertu klár í kynlífið? var nýlega gefin út á vegum Samtaka um kynheilbrigði. Handbókin er ætluð ungum karlmönnum á aldrinum 16-24 ára. Tilurð þessarar handbókar má rekja til frásagna ungra karlmanna hér á landi en hún svarar ákalli þeirra eftir meiri fræðslu um kynheilbrigði. Bókin fjallar um sex viðfangsefni, sjálfsöryggi, samskipti, samþykki, sambönd, smokkanotkun og það að stunda kynlíf. Tvær af höfundum bókarinnar, Lóa Guðrún Gísladóttir, aðjúkt og doktorsnemi, og Sóley S. Bender, formaður samtaka um kynheilbrigði og prófessor emerita, komu í þáttinn og sögðu okkur meira frá henni.
Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Vinkill dagsins fór aðeins á dýpið í dag, pistlahöfundur fékk það verkefni fyrir nokkru að rifja upp minningar úr bernsku sem var áhugaverð lífsreynsla og kannski mannbætandi. Tilgangurinn var að afla efnis fyrir listamanninn Ólaf Svein Gíslason, sem nú um stundir sýnir verkið „Undirliggjandi minni“ í Félagslundi, Flóahreppi. Eftir svona mikla naflaskoðun var svo notalegt að fá nokkrar vísur og skáldkonan Erla, Guðfinna Þorsteinsdóttir, fylgdi okkur inn í daginn.
Svo var það lesandi vikunnar. Í þetta sinn var það Aníta Rut Kristjánsdóttir, læknir í sérnámsgrunni. Við fengum hana til að segja okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum lífið. Aníta Rut talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Lady Tan's Circle of Women e. Lisa See
The Wolf Den e. Elodie Harper
Snerting e. Ólaf Jóhann Ólafsson
Out e. Natsuo Kirino
Percy Jackson sería e. Rick Riordan
og Howl's Moving Castle e. Dianna Wynne Jones.
Tónlist í þættinum:
Glaðasti hundur í heimi / Friðrik Dór Jónsson, Dr. Gunni og vinir hans (Gunnar Lárus Hjálmarsson)
Að vera í sambandi / Stuðmenn ( Tómas M. Tómasson, Valgeir Guðjónsson, Jakob Frímann Magnússon)
Manstu ekki eftir mér / Ragnhildur Gísladóttir og Trabant ehf. (Ragnhildur Gísladóttir, texti Þórður Árnason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners