Ester Auður Elíasdóttir kom í þáttinn og sagði frá því hvernig hún tók ábyrgð á lífi sínu og líðan eftir fimmtugt, meðal annars með því að fara í burleskdans en hún hefur sýnt bæði í Noregi og New York.
Við fengum fyrsta vinkil ársins frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn var vinkillinn snjóugur með partíhatt, eins og Guðjón orðar það sjálfur.
Svo fengum við Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi í veðurspjall í upphafi nýs árs. Um áramót eru gjarnan gerð uppgjör þar sem litið er yfir árið sem var að líða og það var einmitt það sem Elín gerði með okkur í dag, sem sagt ræddi hún um veðrið 2022 í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Skýin / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
Gotta Get Up / Harry Nilson (Harry Nilson)
Vindar að hausti / Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius (Antonio Carlos Jobim og Birgir Blær Ingólfsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR