Álhatturinn

Fæðuráðleggingar yfirvalda snúast ekki um heilsu þína heldur gróða stórfyrirtækja


Listen Later

Þú ert það sem þú borðar, eða svo segir máltakið og mýtan, sem okkur hefur verið matreidd ofan í okkur af yfirvöldum og fjölmiðlum. Við berum öll sjálf ábyrgð á eigin heilsu og ef við hlustum á yfirvöld og fylgjum ráðleggingum landlæknis og borðum og hreyfum okkur reglulega þá lifum við hollu, góðu og áhyggjulausu lífi. Heilsuhraust og hamingjusöm. Ekki satt? En hvaðan koma eiginlega þessar ráðleggingar yfirvalda og hverjir skrifa þær? Snúast þær raunverulega um að nýta bestu mögulegu vísindalegu þekkinguna hverju sinni til þess að bæta lýðheilsu og auka vellíðan okkar allra eða eru dekkri annarlegri markmið að baki? 

Ef læknar og vísindamenn eru svona klárir og ráðleggingarnar eru svona skotheldar og góðar af hverju erum við ekki að verða heilbrigðari og hraustari? Hvernig má þá vera að hjarta og æðasjúkdómar verða sífellt algengari og nánast önnur hver manneskja er orðin sykursjúk og í ofþyngd? 

Hvert er upphaf þessara ráðlegginga og hvert er raunverulegt markmið þeirra? Í rúmlega hálfa öld höfum við hlustað á yfirvöld og hlustað á sérfræðinga en samt verðum við bara feitari og feitari og veikari og veikari. Hvaðan kom fæðu pýramídinn og hver ber ábyrgð á honum? Getur verið að pýramídinn sé á hvolfi eða ætti hann kannski að vera hringur? Er fita hinn raunverulegi óvinir eða eru það kolvetnin sem eru gjörsamlega að ganga fram af okkur?

 Getur plöntufæði bjargað málunum eða er kjötið kjörið til þess að bæta meltingu heilsufar og fas? Hversu mikið af kolvetnum, trefjum eða kjöti er ráðlagt að borða og er raunverulega raunhæft að lifa eftir ráðleggingum landlæknis og yfirvalda? 

Það er flókið og kostnaðarsamt lifa heilbrigðu lífi og erfitt getur verið að leggja mat á hvaða ráðleggingar reynist bestar? Er virkilega raunhæft að smíða ráðleggingar sem raunverulega virka fyrir alla, óháð kyni, kynþætti og aldri? Eða erum við kannski bara öll mismunandi og það sem virkar fyrir einhvern einn virkar ekkert endilega fyrir aðra? 

Í þessum nýjasta þætti af Álhattinum skoða vinirnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór nýjustu fæðuráðleggingar landlæknis og fara yfir sögu og þróun fæðuráðlegginga á vesturlöndum. Um leið og þeir velta því fyrir sér hvort eitthvað sé til í þeirri skemmtilegu samsæriskenningu að fæðuráðleggingar yfirvalda snúist ekki um að bæta almennings heldur gróða stórfyrirtækja.

HLEKKIR Á ÍTAREFNI

  • https://www.youtube.com/watch?v=0_OjKe4BuDE
  • https://www.youtube.com/watch?v=qQsFeaQdGAc
  • https://www.youtube.com/watch?v=fIGXkh6S8Zw&t

Support the show

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

ÁlhatturinnBy Álhatturinn

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Álhatturinn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

479 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

152 Listeners

ILLVERK Podcast by Inga Kristjáns

ILLVERK Podcast

125 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

27 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

129 Listeners

FM957 by FM957

FM957

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

27 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

15 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

25 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

18 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners