Mannlegi þátturinn

Fann alsystur sína í Oregon, Ævintýragarður Hreins og Söguboð


Listen Later

Við fengum í dag mæðgurnar Kristínu Valdemarsdóttur og Karólínu Ágústsdóttur í heimsókn til okkar. Þær deildu með okkur sögunni af því þegar Karólína, 15 ára, fann líffræðilega alsystur sína sem er 18 ára og býr í Bandaríkjunum, eftir að hafa sent DNA próf í alþjóðlegan gagnabanka. Þær voru báðar ættleiddar frá Kína og vissu ekkert hvor af annarri, áður en þær í sitt hvoru lagi prófuðu að nýta sér þessa þjónustu í von og óvon án þess að vita við hverju mætti búast. Þær Karólína og Kristín sögðu okkur þessa fallegu og áhrifaríku sögu í þættinum.
Við litum svo við í Ævintýragarði alþýðulistamannsins Hreins Halldórssonar við Oddeyrargötuna á Akureyri en þar má finna ýmsar ævintýraverur sem Hreinn hefur skapað, mest úr timbri en líka gömlum verkfærum, krönum, skápahandföngum og tannburstum, til að nefna nokkur dæmi. Við hittum Hrein og ræddum við hann um hugsunina á bak við Ævintýragarðinn.
Í dag er alþjóðadagur flóttafólks og þau Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, og Gígja Svavarsdóttir, framkvæmdarstjóri tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar komu í þáttinn og sögðu okkur frá Söguboði, eða Story Sharing Café, sem fram fer í dag kl.17 í Húsi Máls og menningar á Laugaveginum. Tilgangur viðburðarins er að gefa öllum tækifæri, óháð þjóðerni, trú, kyni eða stöðu, til að setjast saman við borð og deila hversdagslegum sögum og heyra sögur annarra. Viðlíka viðburðir hafa verið haldnir víða um heim til að sporna við fordómum og einblína á hið sammannlega í fari okkar. Þau Árni og Gígja sögðu okkur frekar frá Söguboðinu í þætti dagsins.
Tónlist í þættinum:
Undir stórasteini / Út í vorið (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason)
Inni í eyjum / Baggalútur (Bragi Valdimar Skúlason)
Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
Stories To Tell / Krummi (Oddur Hrafn Björgvinsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners