Mannlegi þátturinn

Farsæld barna, Jónsmessugleði Grósku og húsin á Akureyri


Listen Later

Ný námsleið sem ber yfirskriftina Farsæld barna hefur göngu sína í Háskóla Íslands í haust og barst fjöldi umsókna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar og í náminu er meðal annars lögð áhersla á samvinnu milli ólíkra aðila sem veita börnum þjónustu. Ragnheiður Hergeirsdóttir, lektor í félagsráðgjöf, kom í þáttinn og sagði okkur frá þessar nýju námsleið farsæld barna.
Jónsmessugleði Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ verður haldin í þrettánda sinn í kvöld og þemað er ljós og skuggar. Við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar verða til sýnis fjölbreytileg listaverk en auk sýningarinnar verða alls konar listviðburðir á dagskrá: Tónlist og söngur, dans, leiklist og fleira. Gunnar Júlíusson, stjórnarmaður í Grósku, kom í þáttinn.
Við heyrðum svo í Arnóri Blika Hallmundssyni framhaldsskólakennara við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann hefur skrifað um húsin á Akureyri, mjög fróðlega pistla sem hann hóf að birta á bloggsíðu sinni árið 2009. Hann hefur verið sérstakur áhugamaður um húsin fyrir norðan og sögu þeirra frá því að hann flutti 12 ára til Akureyrar framan úr Eyjafjarðarsveit. Hann segist hafa einhverja óútskýrða þörf fyrir að kynna sér í þaula allt í kringum sig, sögu staðreyndir o.s.frv. og að deila þeim fróðleik með öðrum. Nú hefur hann skrifað og deilt fróðleik um 800 hús og nýlega komst hann að samkomulagi við akureyri.net, fréttamiðilinn fyrir norðan, um að þar birtist greinar eftir hann undir titlinum Hús dagsins. Arnór Bliki var á línunni að norðan í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Ljúfa vina / Ragnar Bjarnason (Ólafur Gaukur Þórhallsson, Jón Sigurðsson og Indriði G. Þorsteinsson)
En / Una Torfadóttir (Una Torfadóttir)
Gæfa og gjörvileiki / Spilverk þjóðanna
Húsin í bænum / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson og Tómas Guðmundsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners