Mannlegi þátturinn

Felix og Eurovision, ný tækifæri á landsbyggðinni og póstkort


Listen Later

Eurovisionkeppnin er orðin hálfgerður vorboði og þá hefja þættirnir Alla Leið einnig göngu sína í sjónvarpinu að nýju. Hvernig fer keppnin fram í ár í heimsfaraldrinum? Felix Bergsson kom til okkar með nauðsynlegar upplýsingar og sagði okkur allt sem við vildum vita um keppnina í ár.
Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni - Ný heimssýn á nýjum tímum er heitið á ráðstefnu á vegum FKA, eða landsbyggðadeilda Félags kvenna í atvinnulífinu. Þar verður velt fyrir sér hver tækifæri landsbyggðarinnar eru nú í kjölfar síðasta árs þar sem fólk hefur verið að vinna meira að heiman og í gegnum netið og fjarfundabúnað. Þar verður meðal annars rætt um sunnlenska-módelið, úthýsingu starfa, nándina í fjarlægðinni og hvort lítil bæjarfélög séu að endurheimta sinn fyrri sjarma og þar með fólkið. Við fengum Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst til þess að segja okkur meira frá því sem þarna fer fram, en hún er ein þeirra sem talar á ráðstefnunni.
Við fengum póskort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í korti dagsins greinir frá hugmyndum spænskra vísindamanna um nýja nálgun í baráttunni við kórónuveiruna sem felst aðallega í því að hætta að sótthreinsa alla snertifleti en taka þess í stað að lofthreinsa meira innandyra. Einungis 0,01 prósent smita verður við snertingu en mest allt smit verður innandyra og því meiri hætta eftir því sem loftgæði eru minni. Það var líka sagt frá lagasetningu sem bannar frá og með árinu 2040 alla sölu á bílum sem blása út koltvísýringi. Undir lokin var svo sagt frá netglæpum sem hafa margfaldast eftir að kórónufaraldurinn hófst.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners