Við byrjum sumarþátt Samstöðvarinnar klukkan sjö með fréttatíma, förum yfir pólitíkina hér heima sem er við suðumark og segjum aðrar fréttir. Þórhallur Guðmundsson, stjórnsýslufræðingur og félagsráðgjafi, ræðir við Maríu Lilju um frétt okkar um Bjargið. Og síðan förum við yfir fréttir vikunnar og eldfima pólitíkina með góðum gestum: Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Guðmundur
Hálfdánarson prófessor í sagnfræði, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og Andrea Sigurðardóttir blaðamaður og þingfréttaritari greina stöðuna og túlka.