Við byrjum á að segja fréttir Samstöðvarinnar með okkar lagi, klukkan sjö þegar fótboltinn rúllar á RÚV. Við heyrum síðan hljóðið í strandveiðimönnum sem eru allt annað en ánægðir með hvernig stjórnarandstaðan stöðvaði þeirra mál í þinginu. Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, gerir út frá Grundarfirði, Þórólfur Júlían Dagsson strand- og ufsaveiðimaður gerir út frá Höfn í Hornafirði og Benedikt Bjarnason formaður Eldingar, félags smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum, gerir út frá Súganda. Þeir fara yfir stöðuna, baráttuna og óvissuna. Síðan ræða um fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni þau Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi, Ragnar Þór Pétursson kennari og Lísa Margrét Gunnarsdóttir formaður Landssambands íslenskra stúdenta. Og í lokin kynnumst við stórframkvæmdum í Engjaholti í landi Fells í Bláskógabyggð, sem nágrannarnir Þóra Hafsteinsdóttir og Unnar Ragnarsson eru alls ekki ánægð með.