Reykjavíkurborg hefur aðstoðað ungt fólk á aldrinum 18-24 ára til náms sem sérstakri fjárhagsaðstoð en nú hafa verið samþykktar breytingar í velferðarráði sem snúa að því að nú er þessi aðstoð ekki bundin við aldur. Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi Pírata bauð sig fram fyrir Pírata fyrir tveimur árum aðallega til að berjast fyrir því að afnema þessi aldurstakmörk, en hún fékk sjálf fjárhagsaðstoð til að ljúka stúdentsprófi þá 23ja ára einstæð móðir. Hún segir að þessi hjálp hafi skipt sköpum fyrir líf sitt og barnanna sinna. Við ræddum við Rannveigu í þættinum í dag.
Við fengum einnig í heimsókn Ólaf Schram sem ætlar að gefa út sérstaka barnabarnabók ef hann fær nægan stuðning á Karolina fund. Hugmyndin er að afi og amma svari fjölmörgum spurningum barnabarnanna um ýmislegt sem snýr að fortíðinni, búskap á fyrri tíð, áhugamál þegar þau voru ung og í raun allt milli himins og jarðar sem gaman er að barnabörnin viti um líf forfeðra og formæðra sinna. Við töluðum við Ólaf um Barnabarnabókina í dag.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ?78. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR