Mannlegi þátturinn

Fjölmenningarsetur, forvarsla listaverka og póstkort frá Magnúsi


Listen Later

Fjölmenningarsetur hefur opnað upplýsingavef fyrir innflytjendur og fólk af erlendum uppruna fyrir alþingiskosningarnar sem eru framundan. Þar getur fólk fundið upplýsingar um kosningarnar: Hverjir hafa kosningarétt? Hvaða framboð eru í boði? Hver eru málefnin? Hvar er hægt að nálgast upplýsingar og fréttir o.s.frv. Nicole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs kom í þáttinn og sagði meira frá þessum upplýsingavef og hvernig fólk getur snúið sér.
Listaverk prýða víða heimili Íslendinga. Málverk, teikningar, textílverk, höggmyndir og silfurgripir eru viðkvæmir gripir sem þarfnast umönnunar og alúðar. Sérfræðingur Listasafns Íslands mun fjalla um varðveislu listaverka í heimahúsum og veita góð ráð varðandi umhirðu þeirra og er þetta partur af dagskránni Gæðastundir í Listasafni Íslands sem er ætluð eldri borgurum. Við fengum að vita hvernig á að varðveita og hugsa um listaverkin heima og forvitnuðumst líka um þessa dagskrá hjá Ólafi Inga Jónssyni forverði á Listasafni Íslands og Ragnheiði Vignisdóttur verkefnisstjóra viðburða hjá Listasafninu í þættinum í dag.
Póstkort frá Magnúsi R. er ný pistlaþáttaröð Magnúsar R. Einarssonar. Hann segir í þeim af ferðum sínum, áhugamálum og því sem rekur á fjörur hans í landi upplýsingahraðbrautarinnar. Í þessu fyrsta póstkorti í þessari röð sagði hann af veðrinu sem er áhugamál alls heimsins, ekki síst nú á tímum þegar veður gerast vályndari og ýktari með vaxandi loftmengun. Veðrið getur líka haft góð áhrif og var til dæmis undirstaðan í spænska efnahagsundrinu sem varð fyrir sjötíu árum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners