Mannlegi þátturinn

Fjölmenningarþing, vinkill og Sveinn Sampsted lesandinn


Listen Later

Fjölmenningarþing var haldið á vegum Reykjavíkurborgar nú um helgina en þingið er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg er fjölmenningarborg og eru um fjórðungur íbúa hennar af erlendum uppruna. Á þinginu var til dæmis varpað fram spurningunum: Fjölmenningarfærni - sitjum við öll við sama borð? Ert þú fjölmenningarfær? Getur góð þýðing á bókmenntum falið í sér inngildingu? Hvernig þróum við samfélagstúlkun í breyttu samfélagi? Íslenska töluð með hreim - hefur það áhrif á samskipti í daglegu lífi? Guðný Bára Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, kom í þáttinn og sagði okkur frá því sem kom fram á þinginu.
Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og vinkill dagsins var lagður við komandi forsetakosningar, frá nokkrum hliðum. Til dæmis hvernig sameiginlegur kynningarþáttur getur haft áhrif á skoðanir þeirra sem hafa kosningarétt, en líka hvaða forsendur við gefum okkur áður en uppáhaldsframbjóðandi er valinn og hvort við séum tilbúin til að breyta um skoðun ef okkar manneskja stendur sig síður en aðrir í kynningu, eða hvort við höldum tryggð við fyrsta val.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Sveinn Sampsted íþróttafræðingur. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Sveinn sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:
Uppruni (Origin á ensku) e. Dan Brown
Iron Widow e. Xiran Jay Zhao
Eldarnir e. Sigríði Hagalín Björnsdóttur
Barn að Eilífu e. Sigmund Erni Rúnarsson
Andrés Önd Syrpurbækurnar frá Disney
Tónlist í þættinum í dag:
Ef ég hefði vængi / Halli Reynis og Elínrós Ben (Haraldur Reynisson)
Velkomin / Bubbi (Bubbi Morthens)
Vorið er komið / Gísli Rúnar Jónsson (Hallbjörg Bjarnadóttir, texti Jón Thoroddsen)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners