Enn eitt íslenska flugfélagið er orðið gjaldþrota og bætist Niceair í hóp ekki smærri félaga en Iceland Express og Wowair. Miklar vonir voru bundnar við Niceair enda lengi verið kallað eftir auknu millilandaflugi frá Norðurlandi. Heimamenn glöddust yfir því að spara sér aksturinn alla leið til Keflavíkur áður en fríið gat hafist og ferðamenn sáu sér sömuleiðis leik á borði að geta flogið beint norður og ferðast um þaðan.
Eftir að Niceair missti þá einu flugvél sem félagið hafði yfir að ráða hefur gengið heldur erfiðlega að ferja farþega milli höfuðstaðs Norðursins og meginlands Evrópu, eins og gefur að skilja. Hvað er jú fugl án vængja, flugfélag án flugvélar?
Snorri Rafn Hallsson fjallar um norðlenska flugfélagið Niceair í þætti dagsins.