Héðinn Svarfdal tók aldeilis u-beygju í lífi sínu ásamt konu sinni Elvu Sturludóttur og börnum fyrir einu og hálfu ári. Þau fluttu saman til Costa Rica. Þau völdu Costa Rica eftir að hafa skoðað landakortið vel og velt fyrir sér loftslagi, menningu, skólamálum, heilbrigðiskerfi o.s.frv. sem er þýðingarmikið þegar maður tekur svona stórar ákvarðanir. Þau seldu húsið og bílinn, losuðu sig við eiginlega allt sem þau áttu og lögðu af stað. Héðinn var staddur á landinu fyrir stuttu og við tókum hann tali.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Óskar Þór Þráinsson upplýsingafræðingur og stofnandi rafbókaveitunnar emma.is. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON