Við sáum á samfélagsmiðlum í gær að feðradagurinn var mörgum ofarlega í huga og í gær var einmitt málstofa í Norræna húsinu um föðurhlutverkið í barnabókmenntum. Umræðan snerist meðal annars um skopmyndir, fjölbreyttar, kómískar og fjarverandi portrettmyndir af feðrum í barnabókmenntum og þáttakendur viðruðu viðhorf sín til föðurhlutverksins, þar á meðal breytingar, vankanta og staðalmyndir bæði frá faglegu og persónulegu sjónarhorni sem feður. Meðal þeirra sem tóku til máls í gær voru þeir Björn Grétar Baldursson flugumferðarstjóri og Sverrir Norland rithöfundur og þeir komu í þáttinn í dag.
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Guðjón er skúffuskáld og þjóðfræðiáhugamaður úr Flóanum og í dag bar hann vinkilinn að drykkjum fortíðar og nesti.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur með meiru. Hún hefur skrifað barnabækur og nú eru tvær bækur að koma út eftir hana. En við fengum að vita hvað hún hefur sjálf verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Rún talaði um eftirfarandi bækur:
Andardráttur eftir James Nestor
Dauðinn og mörgæsin eftir Andrej Kúrkov,
Sonur minn eftir Alejandro Palomas
Bekkurinn minn eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur,
Allt í plati eftir Sigrúnu Eldjárn
Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason
Tónlist í þættinum í dag:
Ó pabbi minn / Ingibjörg Þorbergs (Burkhard og Þorsteinn Sveinsson)
In my fathers eyes / Eric Clapton (Eric Clapton)
Chi baba chi baba / Lesstofan, Fríða Dís Guðmundsdóttir (David Mack og Jóhann Axel Andersen)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR