Við fengum Daníel Gunnarsson til að segja okkur sína sögu, en hann hefur frá unga aldri barist við ofþyngd. Eftir að hafa kynnt sér vel efnaskiptaaðgerðir fór hann í magaermisaðgerð fyrir um það bil einu og hálfu ári. Síðan þá hefur hann unnið markvisst með andlegu og líkamlegu heilsuna í kjölfar slíkrar aðgerðar og það er óhætt að segja að líf hans hafi tekið miklum breytingum á þessum 18 mánuðum því fyrir 10 dögum stóð hann uppi á sviði í sundskýlu og tók á móti silfurverðlaunum á bikarmóti í fitness karla. Daníel sagði okkur betur frá þessu ferðalagi í þættinum í dag.
Safa Jemai kom til Íslands frá Túnis fyrir fjórum árum og hefur nýtt tímann vel því hún fór strax að læra íslensku og vinna sem forritari en hefur í dag helgað sig innflutningi á kryddi. Það eru krydd sem móðir hennar þurrkar heima hjá sér í sólinni í Túnis og það hefur ekki verið einfalt að standa í þeirri skriffinsku sem þessu fylgir bæði hér og í Túnis. En nú horfir til betri tíma og í Grósku hefur Safa komið sér fyrir ásamt fleiri litlum sprotafyrirtækjum og Íslendingar hafa tekið vel í að prófa eitthvað nýtt í sinni matargerð. Við skruppum í Grósku og ræddum við Safa Jemai í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Það snjóar / Sigurður Guðmundsson (Norman Newell, Iller Pattacini og Bragi Valdimar Skúlason)
Everywhere / Fleetwood Mac (Christine McVie og Lindsay Buckingham)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR