Í Víðsjá í dag ræðir Róbert Haraldsson um Einlyndi og marglyndi, heimspekifyrirlestra Sigurðar Nordal sem hann flutti fyrir öld síðan en ráðstefna verður haldin um efni þeirra í Hannesarholti á laugardag.
Hlustendur heyra brot úr viðtali við Elísu Björgu Þorsteinsdóttur þýðanda um skáldsöguna Etýður í snjó eftir Yoko Tawada en bókin er bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni og höfundurinn væntanleg á Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður á morgun.
Inga Björk Margrétar- og Bjarnadóttir flytur pistil um forgengileika, forvörslu og yfirfullar safnageymslur og svo heyrum við brot úr gömlu viðtali við Halldór Kiljan Laxness en í dag er dagur bókarinnar á fæðingardegi Halldórs og jafnframt hundrað ár liðin frá útkomu Barns Náttúrunnar, fyrstu skáldsögu hans.
En fyrst sendum við Atla Heimi Sveinssyni stutta kveðju, en Atli kvaddi þennan heim á laugardaginn síðasta. Hann var fæddur í Reykjavík 21. September 1938 og vitanlega eitt mikilvirkasta tónskáld Íslands á 20. öld, frumkvöðull og forystumaður um framúrstefnu í tónsköpun, notkun nýrra hljógjafa, hljóðfæratækni og hljóðheims