Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru Systur, sem sagt systurnar Beta, Sigga og Elín Ellenar og Eyþórsdætur. Þær voru auðvitað fulltrúar okkar í Eurovision keppninni í Tórínó í maí, þar sem þær stóðu sig frábærlega í flutningi á laginu Með hækkandi sól eftir Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, eða Lay Low. Þær hafa sungið alla ævi, enda aldar upp á miklu tónlistarheimili. Við fengum þær til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum, tónlistinni og söngnum og svo tónleikunum sem eru framundan í Kaldalóni í Hörpu þar sem þær munu stíga á svið ásamt góðum gestum.
Í matarspjalli dagsins ræddi Sigurlaug Margrét við okkur um grjónagraut. Þennan gamla og góða. Það fylgir honum auðvitað nostalgía fyrir flest okkar, enda hefur hann fylgt okkur flestum frá því munum eftir okkur. Hann er ódýr en alltaf góður... eða hvað?
Tónlist í þættinum:
Þjóðvegurinn / Elín Eyþórsdóttir (Magnús Eiríksson)
Please don?t hate me / Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir)
Með hækkandi sól / Systur (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir)
Dusty Road / Systur (Elín Eyþórsdóttir og Þorleifur Gaukur Davíðsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR