Mæðginin og leikararnir Björgvin Frans Gíslason og Edda Björgvinsdóttir voru föstudagsgestir okkar í dag. Við ræddum við þau um lífið og tilveruna, fortíðina og framtíðina, nýjan sjónvarpsþátt þeirra og skoðuðum einnig saman glænýja bók „Gervilimrur Gísla Rúnars“ en Gísli Rúnar var einstakt limruskáld og lauk við þessa bók skömmu fyrir andlát sitt og þarna má finna hans allra snjöllustu limrur.
Jólakakan og marmarakakan fengu sinn skerf af Mannlega þættinum í dag því í matarspjallinu hringdum við í prestinn Bolla Pétur Bollason og fengum hann til að segja okkur frá því að baka jólaköku. Flestir hafa skoðun á því hvort rúsínurnar eru góðar í jólakökunni eða ekki. Sem sagt kökurspjall í matarspjalli dagsins.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR