Við vorum aftur með tvo föstudagsgesti í dag, það voru þeir Hallgrímur Ólafsson og Guðjón Davíð Karlsson, eða Halli og Gói. Þeir ætla skemmta sér og áhorfendum, ásamt Jóni Ólafssyni tónlistarmanni, á viðburði sem þeir kalla Halli, Jón og Gói - söngur, sögur og almennt rugl! Við fórum aðeins með þeim aftur í tímann, forvitnuðumst um æskuna og uppvöxtinn á Skaganum og í Þingholtunum. Við fengum þá til dæmis til að segja okkur frá því hvernig þeirra kynni og samstarf hófst og hvað er framundan.
Svo fengum við Halla og Góa til að sitja með okkur áfram í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti, besta vini bragðlaukanna. Halli hefur áður komið í matarspjallið og lýst yfir ástríðu sinni á unnum kjötvörum, en við vitum minna um afrek Góa í eldhúsinu. Við fengum sem sagt að vita hvað er uppáhaldsmaturinn og sérréttir þeirra í þætti dagsins.
Tónlist í þættinum í. dag:
Kóngur einn dag / KK og Magnús Eiríksson (Magnús Eiríksson)
Vertu með / Hallgrímur Ólafsson og Guðjón Davíð Karlsson (Jón Ólafsson og Ólafur Haukur Símonarson)
Kartöflur / Sigurður Halldór Guðmundsson (Sigurður Halldór Guðmundsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON