Föstudagsgesturinn okkar var Ævar Þór Benediktsson leikari og rithöfundur en hann hefur náð að afreka heilmikið á báðum sviðum þótt aðeins séu liðin 12 ár frá því hann útskrifaðist frá Listaháskólanum. Hann leikur í þáttaröðinni Arfurinn minn sem verður sýnd í Sjónvarpi Símans yfir páskana en þar leikur hann son aðalsöguhetjunnar sem Laddi leikur.
Í matarspjalli dagsins fór Sigurlaug Margrét yfir hvers konar veisluborð sómir sér vel í hvaða veislu sem er og hvaða veitingar eru hagkvæmar.
Tónlist í þættinum í dag:
Hossa Hossa / Amabadama (Salka Sól, Steinunn Jónsdóttir og Magnús Jónsson)
Ég lifi í draumi / Hildur Vala (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON