Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, var föstudagsgestur vikunnar. Ásta tók við því starfi haustið 2020 en var áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og á að baki mjög áhugaverðan feril. Hún er menntaður vélaverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Danmörku og hefur dvalið víða erlendis við nám og störf, meðal annars í Japan og Taílandi. Einnig er hún ræðismaður Slóveníu og Íslandi og situr í fyrirtækjaráði UNICEF á Íslandi.
Í matarspjalli dagsins ræddum við um hvernig hugmyndin um salat í matinn, vék fyrir hugmyndinni um smásteik í matinn og allt hefur þetta með blessað veðrið að gera. Sérfræðingur í smásteik kom í heimsókn.