Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Auður Jónsdóttir rithöfundur. Hana ættu hlustendur að þekkja, hún hefur auðvitað skrifað fjölda bóka, hún fékk t.d. Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Fólkið í kjallaranum, hún hefur tvívegis verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs auk þess sem hún hefur hlotið fleiri verðlaun og tilnefningar. Bækur hennar hafa verið gefnar út í fjölda landa og nú síðast kom út skáldsagan Allir fuglar fljúga í ljósið og framundan er frumsýning á kvikmynd byggða á bók hennar Stóri skjálfti. Við fengum Auði til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag hér á eftir.
Í matarspjallinu í dag hringdum við í Hallgrím Helgason sem er innilokaður í sóttkví, enda smitaðist hann af Covid-19 í síðustu viku eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Við spurðum hann út í hvað hann er að borða í sótkkvíinni, hvort hann hafi ennþá lyktar- og bragðskynið og svo bara hvernig hann hefur það.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON