MANNLEGI ÞÁTTURINN FÖSTU DAG 08.nóv 2019
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON
Föstudagsgesturinn okkar í dag er Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún söðlaði um á miðri starfsævi eftir þungt áfall, sagði skilið við starf sitt sem yfirmaður öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg og hélt til Lundúna. Þar stundaði hún doktorsnám í stjórnsýslufræðum við London School of Economics. Fræðimanninn Sigurbjörgu þekkjum við úr fjölmiðlum, hún er oft spurð þegar álitamál koma upp í stjórnsýslunni, sérstaklega í kjölfar hrunsins. Við sáum hana í nýju ljósi í þáttum Hrafnhildar Gunnarsóttur Svona Fólk en þar ræddi hún örlög bróður síns Sigurgeirs Þórðarsonar sem var einn af fyrstu hommunum sem lést úr alnæmi hér á landi.
Matarspjallið er á sínum stað, Sigurlaug Margrét fær til sín matgæðinginn og tónlistarmanninn Tómas R Einarsson. Kúba og Kontrabassinn eru aldrei langt undan þegar Tómas er annars vegar, og núna er komin út ný plata, gangandi bassi heitir hún. En hvað eldar Tómas heima fyrir og hvað er í uppáhaldi? Fáum að vita það hér á eftir.