Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé eigandi EMPOWER en verkefnið Jafnréttisvísir hefur þar verið í forgrunni en það er stefnumótun og vitundarvakning í jafnréttismálum. Við spurðum hana nánar út í það,nýlega fjármögnun og útrás og ýmislegt annað.
Nýr vefur hefur litið dagsins ljós, matland.is þar sem matur er í fyrirrúmi og allt sem tengist mat og hægt að kaupa beint af bónda eða beint af býli eins og bjúgu frá Bakkakoti og lambagúllas frá Langholti. Tjörvi Bjarnason sér um matland og kom til okkar hér á eftir.