Mannlegi þátturinn

Fræðslufundur á RÚV, garðfuglarnir og Guðný skólastjóri


Listen Later

Hverjar eru áskoranir eldri borgara og hvernig er hægt að eiga innihaldsríkt líf alla ævi? Öldrunarráð Íslands og Landssamband eldri borgara standa fyrir fræðslufundinum, Velferð eldri borgara sem verður á RÚV í dag milli kl. 13.00 ? 15.00. Öldrunarráð Íslands hefur árlega staðið fyrir ráðstefnu um málefni sem varða eldri borgara. Á kórónuveirutímanum hefur ekki verið hægt að halda slíka ráðstefnu. Úr varð að halda fræðslufund í samstarfi við RÚV. Þar með gafst einstakt tækifæri til að tengjast eldri borgurum um allt land, þar sem samkomutakmörk og fjarlægðir setja engin takmörk. Við fengum Jórunni Ósk Frímannsdóttur Jensen, formann Öldrunarráðsins í þáttinn til að segja okkur frekar frá fræðslufundinum og efni hans.
Rúmlega 50 fuglategundir hafa sést í einstökum görðum á Íslandi. Á námskeiðinu Garðfuglar - fóðrun og aðbúnaður hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, verður fjallað um helstu tegundir sem búast má við í íslenskum görðum, sýndar myndir af fuglunum, farið í helstu náttúrulegar fæðugerðir vetur og sumar og hvað sé best að bjóða þeim ef þeir sýna sig í garðinum. Við hringdum í Örn Óskarsson líffræðing og framhaldsskólakennara, sem stjórnar námskeiðinu, og fræddumst eilítið um fuglana sem syngja í görðunum okkar.
Guðný Rúnarsdóttir tók við stöðu skólastjóra við Grunnskóla Drangsness síðastliðið haust. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Guðnýju og ræddi við hana um skólann, samfélagið á Ströndum og ýmislegt annað.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners