Mannlegi þátturinn

Fræðslustarf Alþingis, ævintýralegt samstarf og kuldakast


Listen Later

Við fræddumst um hvernig hinir ýmsu hópar, allt frá leikskólabörnum uppí háskólanema, eru fræddir um sögu og starfsemi Alþingis. Við fengum til okkar Helgu Einarsdóttur, fræðslustjóra á skrifstofu Alþingis, sem sagði okkur margt fróðlegt um fræðslustarf Alþingis.
UNICEF á Íslandi og Moomin Character Ltd. í Finnlandi eru komin í samstarf, ævintýralegt samstarf er óhætt að segja því UNICEF fékk hönnunarteymi ÞYKJÓ og Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, með í lið að skapa upplifun fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Ævintýraferðalag byggt á Múmínsögu Tove Jansson, sem byggir á grunngildum um kærleika, umburðarlyndi, samkennd og ævintýri. Við fengum þau Sigríði Sunnu Reynisdóttir frá ÞYKJÓ og Friðrik Agna Árnason frá UNICEF til að segja okkur meira frá þessu verkefni í þættinum í dag.
Elin Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í sitt vikulega veðurspjall í dag. Veðrið hefur alltaf spilað stórt hlutverk í lífi okkar Íslendinga, enda geta veður verið válynd hér á landi, sérstaklega á þessum árstíma og skjótt skipast veður í lofti og allt það. Eftir veðurblíðu undanfarið er að snöggkólna. Hún sagði okkur frá yfirstandandi kuldakasti í veðurspalli dagsins, því nú bregður svo við að það er kaldara sums staðar í Evrópu en á Íslandi.
Tónlist í þættinum í dag:
Það er svo skrýtið / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson og Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Áh kundu á tíðarhavi / Mikael Blak & Eivör Pálsdóttir (Hanus G. Johansen og Poul F. Joensen)
Hope You?re Crying / Heiðrik á Heygum (Heiðrikur á Heygum og Sebastian Lundberg)
Leyndarmál / Ásgeir Trausti (Ásgeir Trausti Einarsson, Einar Georg Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners