Mannlegi þátturinn

Framför og Ljósið, vinkill og Haraldur lesandi vikunnar


Listen Later

25% af þeim sem greinast árlega með krabbamein á Íslandi eru karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli. Árið 2010 var krabbameinsfélagið Framför stofnað. Framför eru samtök karla sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein og aðstandendur þeirra. Á aðalfundi félagsins sem var haldinn nýlega var Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu og stofnanda Ljóssins, afhend Oddsviðurkenning Framfarar 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem viðurkenningin var veitt. Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður Framfarar og Erna Magnúsdóttir komu í þáttinn í dag.
Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að trúverðugleika heimilda að fornu og nýju.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann hefur líklega verið meira í fréttum undanfarið ár en flestir, hann var kosinn manneskja ársins í fyrra á Rás 2, hann er á góðri leið með að rampa upp Ísland, hann er nýbúinn að opna veitingastað og gefur út hljómplötu á næstunni. En í dag sagði hann okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Haraldur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Between the World and Me eftir Ta-Nehisi Coates
Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren
og svo nefndi hann höfundana Haruki Murakami, Paul Auster og Dr. Zeuss.
TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:
Vor í Vaglaskógi / Vilhjálmur Vilhjálmsson og hljómsveit Ingimars Eydal (Jónas Jónasson og Kristján frá Djúpalæk)
Dísir vorsins / Karlakórinn Heimir (Bjarki Árnason)
Vor / Berglind Björk Jónasdóttir (Jóhann Helgason og Þórarinn Eldjárn)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners