Frelsið er yndislegt, 19. mars
Menntamál í skugga aðgerðaleysis ráðuneytisins - Ekkert verknám – engin sérkennsla!
Í þessum bætti ræðum við um menntamál í fangelsunum sem er ekki upp á marga fiska þessi misserin. Ekkert verknám og engin sérkennsla er í boði. Aðeins 4 grunnfög kennd og fangar ráða ekki við fjarnám. Menntmálaráðherra hefur brugðist samfélaginu og ekki tekið ábyrgð á þeim
athugasemdum sem bæði innlendir og erlendir eftirlitsaðilar hafa bent á í gegnum tíðina. Stofnaðar hafa verið nefndir aðeins til að stofna þær og friða eftirlitsnefndir. Mjög áhugaverður þáttur með helstu sérfræðingum um menntamál fanga en viðmælendur þáttarins eru: Gylfi Þorkelsson, kennslustjóri á Litla hrauni, Klara Guðbrandsdóttir, náms og starfsráðgjafi fangelsanna, Þráinn Farestveit, afbrotafræðingur og framkv.st. Verndar og Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur og fyrrum starfsmaður Fangelsismálastofnunar
Guðmundur Ingi Þóroddsson, sérfræðingur í fangelsismálum er stjórnandi þáttarins