Mannlegi þátturinn

Freyja um lesfimi, vannæring aldraðra og jólatré úr hreindýrshornum


Listen Later

Undanfarna tvo daga hefur lestrarkennsla verið mikið rædd í kjölfarið á færslu Ilmar Kristjánsdóttur leikkonu á Facebook, þar gagnrýndi hún sérstaklega áherslu á hraðlestur í lestrarkennslu. Þessi færsla vakti gríðarlega athygli og umræðu og í kjölfarið kom Ilmur í viðtal hingað í Mannlega þáttinn á þriðjudaginn. Í gær voru svo tvö viðtöl hér á Rás 1 um þetta mál, Hermundur Sigmundsson prófessor kom á Morgunvaktina í gærmorgun og Svava Þórhildur Hjaltalín, lestrarkennari í Vestmannaeyjum, var í Samfélaginu í gær. Við fengum í dag Freyju Birgisdóttur, dósent í þroskasálfræði við Háskóla Íslands, til þess að fara með okkur í ljósi umræðunnar aðeins betur í þetta kerfi sem notast er við í lestrarkennslu og hvað felst í hugtakinu lesfimi.
Við fjölluðum svo um áhugavert meistaraverkefni í næringarfræði við Háskóla Íslands en næringarfræðingurinn Guðmundur Gaukur Vigfússon komst að því að hefðbundin umönnun á Íslandi er ófullnægjandi fyrir eldra fólk sem útskrifast af spítala með áhættu fyrir vannæringu. Dæmi eru um að fólk sé jafnvel svo vannært eftir að heim er komið að það sé undir hungurmörkum og greinileg tengsl eru á milli endurinnlagna á spítala hjá þeim hópi sem léttist eftir heimkomu. Hins vegar getur fjölþátta næringarmeðferð yfir sex mánuði dregið úr algengi vannæringar ásamt því að hafa jákvæð áhrif á næringarástand aldraðra. Guðmundur Gaukur kom í þáttinn í dag.
Svo heyrðum við í Jóhanni Steindórssyni, grenjaskyttu á Breiðdalsvík, en hann hefur safnað hreindýrshornum í nærri tvo áratugi, sem sagt hornum sem hreindýrin fella árlega. Hann hefur nú byggt úr hornunum sem hann hefur safnað rúmlega tveggja metra hátt jólatré sem er um 300 kíló að þyngd. Við fengum Jóhann til að segja okkur aðeins frá þessu og því að vera refaskytta.
TÓNLIST Í ÞÆTTINUM
Í rökkurró / Helena Eyjólfsdóttir (Nevins, Nevins, Dunn og Jón Sigurðsson)
You Turn Me On, I am a Radio / Joni Mitchell (Joni Mitchell)
Þrjú tonn af sandi / Haukar (Winfield, Blackwell og Þorsteinn Eggertsson)
Enginn Veit / Sigrún Harðardóttir og Oríon (Lennon & McCartney og Eysteinn Jónasson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners