Mannlegi þátturinn

Fuglatalning, Einar í Búdapest og póstkort frá Tenerife


Listen Later

Við rákum augun í grein á akureyri.net þar sem sagt var frá því að fyrir skemmstu hafi vetrarfuglatalningar hafist á Akureyri. Við erum talsvert fuglaáhugafólk hér í Mannlega þættinum og á sumrin erum við auðvitað með fugl dagsins og heilmiklar umræður og vangaveltur um hann. Því urðum við forvitin og fengum Jón Magnússon fuglaáhugamann, sem stendur í ströngu þessa dagana, til þess að segja okkur frá því hvernig svona vetrarfuglatalning fer fram. Hvaða tegundir er verið að telja og af hverju? Svo sagði Jón okkur frá því hvernig gengur að hjúkra uglunni Þresti, sem kom reyndar í ljós eftir að hún fékk nafnið að hún er kvenfugl.
Við heyrðum svo í Einari Erni Jónssyni, íþróttafréttamanni hér á RÚV, en hann er í Búdapest í Ungverjalandi að lýsa leikjum handboltalandsliðsins á EM. Ísland vann sinn þriðja leik í röð í gærkvöldi, einmitt á móti heimamönnum í ungverska landsliðinu, og er nú komið í milliriðil með fullt hús. Við forvitnuðumst um stemninguna í Ungverjalandi, hjá liðinu, heimafólki og íslensku áhorfendunum. Og þar sem við erum ekki íþróttafréttafólk þá fékk hann kannski ekki alveg þessar hefðbundnu handboltaspurningar frá okkur. Við spurðum hann því líka út í borgina og matinn, þetta er nú einu sinni Mannlegi þátturinn.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Í póstkorti dagsins segir Magnús áfram frá lífinu á Tenerife þar sem hann er í vetrarfríi ásamt hundruðum ef ekki þúsundum mörlanda sinna. Hann segir frá rysjóttu veðri, rykstormi frá Sahara eyðimörkinni, stjörnuskoðunarferð upp á þriðja hæsta eldfjall jarðarinnar, og svo frá því þegar hann sigraði í kareoki keppni á breskum bar.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners