Dagbjört Jónsdóttir lögfræðingur hefur síðastliðin ár verið að þróa og hanna bók fyrir fólk sem vill halda utan um fjármálin sín með skipulögðum hætti. Í hverjum mánuði eru áskoranir til að takast á við, sem hún segir að geri verkefnið enn skemmtilegra. Bókin heitir Fundið fé - njóttu ferðalagsins og hugsun Dagbjartar með bókinni er að fá lesendur með sér í fjárhagslegt ferðalag þar sem það fær yfirsýn yfir fjármál sín á einungis fimm mínútum á dag. Dagbjört sagði okkur betur frá í þættinum í dag.
Sunnudaginn 27. janúar 1907 komu saman nokkrar konur að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík, heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Tilgangurinn var að ræða stofnun félags sem gengist fyrir ýmsum breytingum á löggjöf landsins sem snerti konur og börn og framkvæmd laganna, eða eins og segir í 2. gr. fyrstu laga félagsins: Að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir. Kvenréttindafélag Íslands fagnar 116 ára afmæli sínu með formlegum hætti á föstudaginn og við ræddum við framkvæmdastýru félagsins Rut Einarsdóttur af því tilefni í dag.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í dag í okkar vikulega veðurspjall. Í dag ræddi hún meðal annars við okkur um gömlu vindorðin; golu, kalda, stinningskalda, rok, storm, og fleiri.
Tónlist í þættinum í dag:
Litla músin / Jóhann Helgason (Jóhann Helgason)
Ride up / Kristin Asbjörnssen (höf. ókunnur)
When I stop dreaming / Don Henley og Dolly Parton (Charles Louvin og Ira Louvin)
Dægurfluga / Brimkló (Björgvin Halldórsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR