Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Sigurð Örn Guðbjörnsson ljóðskáld sem sendir þessa dagana frá sér bók sem nefnist fundin ljóð í ferðabók Sveins Pálssonar læknis. Bókin geymir einnig myndverk eftir Harald Jónsson myndlistarmann. Rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson heimsækir Víðsjá í dag en hann sendi nýverið frá sér skáldsöguna Seltu (apókrýfu úr ævi landlæknis). Sölvi les úr verkinu fyrir hlustendur og segir frá bókinni sem gerist skömmu fyrir miðja nítjándu öld víða um land en einnig á meginlandi Evrópu. Og bókmenntarýnin verður á sínum stað. Í þetta sinn verður rýnt í tvær nýjar bækur, Gauti Kristmannsson fjallar um ljóðabókina Dimmumót eftir Steinunni Sigurðardóttur, en Steinunn fékk tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna nú á dögunum fyrir þá bók. Og Björn Þór Vilhjálmsson rýnir í skáldsöguna Austur eftir Braga Pál Sigurðarson.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.