Fyndnustu mínar eru uppistandshópur þriggja kvenna sem hafa tileinkað sér að fjalla um kvenleikann fylgifiska hans á gagnsæjan og hreinskilinn máta í uppistandi sínu. Þær koma allar á einn hátt eða annan frá sviðslistabakgrunni en hafa þó hver um sig sitt sjónarhorn á lífið og tilveruna. Við fengum þær Lóu Björk, Sölku Gullbrá og Rebeccu Scott Lord í heimsókn í dag.
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var stofnað 1996, gaf út fyrstu bók sína árið 1999. Árið 2001 kom út fyrsta bókin í flokknum Austfirsk ljóðskáld og síðan hefur komið út ein bók árlega í flokknum. Bækurnar eru orðnar alls 36. Við hringdum í Magnús Stefánsson á Fáskrúðsfirði og fengum hann til að segja okkur frá ljóðunnendum á Austurlandi og því góða starfi sem það hefur unnið með sinni útgáfustarfsemi.
Einhverjum gæti dottið í hug að það að vera alin upp úti á landi, ganga í fámennan skóla og hafa fábreytt tækfæri til ýmiskonar tómstunda geti komið niður á ungmennum sem búa við slíkt. Það er allavega ekki raunin með hina átján ára Báru Örk Melsteð sem var alla sína grunnskólagöngu í fámennum skóla en hefur nú átján ára lokið stúdentsprófi og stefnir hátt í lífinu og hefur miklar hugsjónir Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, talaði við Báru í þærrinum í dag.