Fyrirtæki Ratcliffes vill leigja fleiri laxveiðiár
Six Rivers, fyrirtæki enska milljarðamæringsins Jim Ratcliffe, er með sex laxveiðiár á Norðausturlandi. Fyrirtækið hefur áhuga á að minnsta kosti fjórum ám til viðbótar. Þetta eru Laxá í Aðaldal, Svalbarðsá, Sandá og Ormarsá.
Jim Ratcliffe er í hópi ríkustu manna heims og er hann hvað þekktastur fyrir eignarhald sitt á enska knattspyrnufélaginu Manchester United.
Rætt er við framkvæmdastjóra Six Rivers, Gísla Ásgeirsson, um fyrirtækið og framtíðaráform þess.
Fyrirtæki Ratcliffes vill leigja fleiri laxveiðiár
Six Rivers, fyrirtæki enska milljarðamæringsins Jim Ratcliffe, er með sex laxveiðiár á Norðausturlandi. Fyrirtækið hefur áhuga á að minnsta kosti fjórum ám til viðbótar. Þetta eru Laxá í Aðaldal, Svalbarðsá, Sandá og Ormarsá.
Jim Ratcliffe er í hópi ríkustu manna heims og er hann hvað þekktastur fyrir eignarhald sitt á enska knattspyrnufélaginu Manchester United.
Rætt er við framkvæmdastjóra Six Rivers, Gísla Ásgeirsson, um fyrirtækið og framtíðaráform þess.