Bókin Lífsgrös og leyndir dómar var að koma út, en í henni segir frá gömlum lækningaformúlum, aðferðum og læknisráðum sem mörg hver þykja furðuleg í dag á meðan önnur hafa lagt grunninn að nútíma læknavísindum og staðist tímans tönn. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttir, höfundur bókarinna, kom í þáttinn og sagði frá.
Um þessar mundir stendur yfir námskeið í endurminningaleikhúsi með eldri borgurum í Mosfellsbæ. Sérhver manneskja býr yfir aragrúa minninga og sagna úr eigin lífi. Endurminningaleikhúsið er sett á laggirnar til að gefa minningum eldri borgara vægi með sviðsetningu þeirra og þannig gefa áhorfendum innsýn í líf þess er minninguna geymir. Við fengum þær Andreu Katrínu Guðmundsdóttur, listrænan stjórnanda leikhússins og Úlfhildi Geirsdóttur, sem er í leikhópnum, í þáttinn til okkar.
Hvernig getum við búið til betri Facebook og Instagram auglýsingar með myndum og texta sem skila meiri árangri. Tryggvi Freyr Elínarson, framkvæmdastjóri Datera, sem sérhæfir sig í gagnadrifnum og sjálfvirkum markaðssamskiptum kom í þáttinn en hann hefur séð um stafrænar herferðir fyrir mörg stærstu og framsæknustu fyrirtæki Íslands, af öllum stærðum og í nánast öllum atvinnugreinum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON