Mannlegi þátturinn

Gamlar ljósmyndir, gæludýramissir og veðurspjall


Listen Later

Leifur Reynisson sagnfræðingur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá verkefni sem hann hefur unnið með eldri borgurum síðastliðin tvö ár til að rjúfa félagslega einangrun þeirra eftir Covid. Hann hefur farið á milli félagsmiðstöðva eldri borgara í Reykjavík og sýnt ljósmyndir á breiðtjaldi. Myndirnar eru frá tímabilinu 1940-1960 og voru fengnar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Leifur efnir svo til umræðna um myndirnar, því þær til dæmis varpa ljósi á æsku og æskuumhverfi eldri borgaranna og rifja upp persónulegar minningar. Leifur sagði okkur betur frá þessu áhugaverða verkefni í þættinum.
Gæludýr verða oft dýrmætir fjölskyldumeðlimir en þau lifa yfirleitt skemur en eigendurnir. Því getur fylgt mikil sorg að missa gæludýrin sín og Sólrún Barbara Friðriksdóttir dýralæknir sem starfar hjá Dýraspítalanum Garðabæ kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um praktíska hliðarnar sem þarf að huga þegar gæludýr fellur frá. Svo ræddum við líka aðeins hvernig áramótin og flugeldarnir geta farið í gæludýrin.
Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur til okkar í veðurspjall. Nú var hún komin með formlegar tölur um veðrið í fyrra og samanburð við fyrri ár. Sem sagt hvernig veðurárið 2022 var bæði hér á landi og um allan heim og hvað er hægt að lesa úr því öllu saman.
Tónlist í þættinum í dag:
Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Jackie Smith, Derry Lindsay og Jóhanna Erlings Gissurardóttir)
Ennþá man ég hvar / Hallbjörg Bjarnadóttir (Mogens Dam, Kaj Andersen og Bjarni Guðmundsson)
Tipp topp / Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson)
Sönn ást / Björgvin Halldórsson (Magnús Eiríksson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners