Víðsjá

Gapassipi, Davíð Örn Halldórsson, ísskápagallerí, dans eftir covid


Listen Later

Hverfisgallerí í miðbæ reykjavíkur er nú í þann mund að opna sínar dyr fyrir gestum, þar er Davíð Örn Halldórsson búinn að setja upp sýninguna Mitt litla líf - pappír eða plast. Í Stofunni hefur Davíð Örn 58 myndir til sýnis, af fundnum fyrirbærum sem hann hefur átt við og dregið fram síkadelíska fantasíu út úr hversdagslegum hlutum eins og afklippum af pappakössum og póstkortum. Verkin eru flestöll unnin síðastliðin þrjú ár en Davíð býr og starfar í Stuttgart í Þýskalandi. Við lítum inn í Hverfisgallerí og tökum smá forskot á sæluna með listamanninum sjálfum.
P-tungumál er leynitungumál sem notað var af börnum þegar þau vildu ekki að fullorðnir skildu sig. Regla p-tungumálsins er sú að innan hvers atkvæðis, á undan sérhljóða, er bætt inn péi með sama sérhljóða á undan. Þannig breytist td orði gassi, í gapassipi. Gapassipi er einmitt nafn á innsetningu sem Magnús Pálsson sýndi í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 1995, þar sem p-tungumál kom við sögu. Hljóðverkið var nýverið gefið út ásamt textum í bók sem Mumbling Eye gefur út, en það er nýtt útgáfuhús sem stefnir á að gefa út hljóðinnsetningar og gjörninga.
Framhlið Ísskápa er vinsælt sýningarými hversdagsins. Stundum er hún fagurlega skreytt en hún getur líka verið eins og vel útsett óreiðuinnsetning. Sumir vilja hafa ísskápana sína án allra skreytinga, aðrir setja á þá örfáa hluti. Hvað segja þessir máttarstólpar eldhússins um eigendur sína og hvað er það sem endar á ísskápnum og hversvegna? Spæjarastofa Hversdagssafnsins á Ísafirði fer á stúfana og skoðar ísskáp í dag.
Og Selma Reynisdóttir flytur okkur sinn síðasta pistil um Dans á tímum dansbanns. Pistlarnir skoða dans þegar ekki má dansa og hafa meðal annars skoðað hliðstæður samkomutakmarkana og óbeit kirkjunnar á dansi fyrr á öldum og kjarabaráttu dansara. Í dag segir Selma frá því hvernig er að finna aftur taktinn og innblásturinn eftir tveggja ára dansbann.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

90,884 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

19 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

3 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

15 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners