Í dag ætlar Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur að fjalla í Borgarbókasafninu í Spönginni að fjalla um frásagnir af geðveiku fólki í Reykjavík á árum áður og aðbúnað geðveiks fólks í Reykjavík frá miðri nítjándu öld og fram á þá tuttugustu. Hann reifar málið almennt, segir frá völdum einstaklingum og talar um umbótahugmyndir einstakra lækna í málefnum geðveiks fólks. Sigurgeir kom í þáttinn í dag.
Þorsteinn Guðmundsson kom til okkar með liðinn Breyskleikar Þorsteins Guðmundssonar. Þar hefur hann leitast við að svara stórum spurningum sem snúa að því að mannlegu eðli og í dag velti hann fyrir sér aldri og hversu gömul við getum orðið. Tækninni fleygir fram og heilbrigðisvísindum líka. Getur verið að við getum bráðum lifað að eilífu? Hlustendur geta sent spurningar, hugleiðingar eða ábendingar til Þorsteins á
[email protected].
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Íris Tanja Flygenring leikkona. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.