Svartur föstudagur, stafrænn mánudagur, eða Cyber Monday, og fleiri slíkir verslunardagar hafa dunið á okkur í aðdraganda jólanna í ár eins og undanfarin ár. Þetta eru verslunardagar sem eiga uppruna sinn í Bandaríkjunum og fleiri löndum og markmið þeirra er að auka verslun í búðum og á netinu. En það sem færri vita er að á eftir Cyber Monday kemur Giving Tuesday, eða gefandi þriðjudagur. En hvað er það? Andri Árnason, framkvæmdastjóri Takk kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum degi sem er einmitt í dag.
Jólaljós hafa verið sett upp um allan Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og aðkomuna að honum. Fjölskyldur geta rölt um garðinn og skoðað ljósadýrðina, útigrillin verða opin og settir verða upp matarvagnar. Ljósadalurinn opnar á fimmtudaginn. Við heyrðum í Inga Þór Jónssyni, verkefnastjóra viðburða í garðinum í þættinum.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom í sitt vikulega veðurspjall í dag. Hún kann einstaklega vel að fræða okkur um hin ýmsu veðurfyrirbrigði og hugtök og í dag ætlar hún að fræða okkur um sögu veðurspáa í heiminum, sem er ekki svo löng. Það er ekki svo langt síðan að farið var að spá fyrir um veðrið framundan.
Tónlist í þættinum í dag:
Ennþá man ég hvar / Hallbjörg Bjarnadóttir (Kai Normann Andersen, Dam Mogens og Bjarni Guðmundsson)
Sólarsamban / Rebekka Blöndal (Ásgeir Jón Ásgeirsson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Rebekka Blöndal)
My Sweet Lord / George Harrison (George Harrison)
Dagar / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR