MANNLEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAG 11.nóv 2019
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON
Geislameðferð krabbameina á Íslandi hófst fyrir 100 árum eða árið 1919 eftir kaup á geislavirku Radíni til landsins. Gunnlaugur Classen prófessor kynnti sér árin 1916-17 notkun Radíns til lækninga, einkum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Grein eftir hann birtist í Ísafold 2. mars 1918 og í apríl það ár flutti hann, að tilhlutan Oddfellowreglunnar, tvo fyrirlestra um geislameðferð með Radíni. Jakob Jóhannson Yfirlæknir geislameðferðar krabbameina en hann flutti erindi á sérstöku málþingi til að minnast þessara tímamóta, Geislameðferð - staðan í dag og litið til framtíðar. Við tölum við Jakob hér á eftir.
Ástráður Eysteinsson um Þorstein frá Hamri
Sigurlaug Halldórsdóttir, Dillý, er flugfreyja hjá Icelandair og hefur verið í háloftunum óslitið frá því herrans ári 1982. Ósennilegt er að hún hafi mikinn tíma til lesturs rétt á meðan hún passar upp á farþegana en þegar hún er í vaktafríi eru meiri líkur en minni á að hún finnist annað hvort á heimili sínu í Reykjavík eða í Bolungarvík þar sem hún á sitt annað heimili, Hjara, með bók í hönd.