Valdemar Gísli Valdemarsson, skólastjóri raftækniskólans, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá geislun í umhverfinu í kringum okkur. Flest okkar höfum til dæmis farsímann, eða snjallsímann alltaf innan seilingar, svo er það allt rafmagnið í kringum okkur í öllum raftækjunum sem koma strax upp í hugann. Gísli fræddi okkur um þessa geislun sem er allt í kringum okkur og við veltum fyrir okkur hvort hún sé hættuleg og hvort við eigum að gera einhverjar ráðstafanir vegna geislunarinnar.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi, hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hún sagði líka frá starfi sínu sem þýðandi og æsku sinni í Tansaníu.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL