Mannlegi þátturinn

Gervigreind, bráðaofnæmi við áreynslu og páskaveðrið


Listen Later

Gervigreind er ekki ný af nálinni, við höfum séð í kvikmyndum og vísindaskáldskap þar sem gervigreindin snýst gegn mannkyninu, tölvur og vélmenni verða miklu greindari en mannfólkið og taka völdin í heiminum. En nú, í raunveruleikanum, hafa fjölmargir lýst áhyggjum sínum af gríðarlega hraðri þróun gervigreindar. Allt í einu er hægt að nýta hana í nánast hvað sem er, hún getur skrifað bækur, ljóð, ritgerðir, blaðagreinar og miklu fleira, um hvað sem er í nánast hvaða stíl sem er. Hún getur búið til raunverulegar myndir og myndbönd af hverjum sem er að gera hvað sem er. Er gervigreindin eitthvað sem við eigum að hræðast, eða er hún tól sem mun nýtast mannkyninu á jákvæðan hátt? Bergur Ebbi Benediktsson, grínari og samfélagsrýnir, hefur velt þessu mikið fyrir sér, hann kom í þáttinn í dag og spjallaði við okkur um gervigreind.
Sumarið 2019 fjölluðum við hér í þættinum um konu sem var úti að hlaupa, eins og hún gerði nánast á hverjum degi, nema í þetta sinn fór henni allt í einu að líða einkennilega og ástandið varð það alvarlegt að hún hringdi á sjúkrabíl. Hún fékk kláða í iljarnar sem ágerðist um líkamann, svo fóru andlitið, hendur og fætur að bólgna og loks tungan líka. Það leið næstum yfir hana og hún kastaði upp. Þetta var það alvarlegt að hún hringdi á sjúkrabíl. Eftir rannsóknir kom í ljós nokkru síðar að hún var með bráðaofnæmi fyrir áreynslu. Hún hafði aldrei áður fundið fyrir þessum einkennum, en nú þurfti hún, í samráði við lækna að hugsa alla hreyfingu og áreynslu uppá nýtt. Þessi kona, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, starfsfélagi okkar hér á RÚV, kom til okkar í dag og rifjaði þetta upp með okkur og sagði okkur frá því hver staðan er í dag og hverju þetta hefur breytt í hennar lífi.
Svo kom Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur til okkar í sitt vikuleg veðurspjall. Við töluðum við hana um gervigreind tengda veðurfræði, páskaveðrið og sitthvað fleira.
Tónlist í þættinum í dag:
Ferðabar / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
Brestir og brak / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Múli og Jónas Árnasynir)
Ljúfa vina / Ragnar Bjarnason og Sigrún Jónsdóttir (Jón Sigurðsson, Ólafur Gaukur Þórhallsson og Indriði G. Þorsteinsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners