Mannlegi þátturinn

Gervigreind fyrir venjulegt fólk og Drottningin í dalnum


Listen Later

Gervigreind hefur tekið mikið pláss í umræðunni undanfarið, sérstaklega eftir að opnað var fyrir aðgengi almennings að ýmis konar tólum eins og ChatGPT, þar sem gervigreindinni virðast engin takmörk sett með hvað hún getur skrifað og jafnvel framkvæmt á ógnarhraða. Það er þó bara ein birtingarmynd gervigreindar, hún er í rauninni allt í kringum okkur og ekki er víst að allir viti nákvæmlega hvað hún er. Við erum bara rétt að sjá toppinn af ísjakanum þegar kemur að mögulegri notkun gervigreindar og ýmist er talað um hana sem spennandi þróun með endalausa möguleika eða það er varað við henni og að hún sé misnotuð. Grímur Sæmundsson, verkefnastjóri gagna og gervigreindar hjá Crayon, kom í þáttinn og fræddi okkur um það sem hann kallar gervigreind fyrir venjulegt fólk, sem hann hefur verið að kenna á námskeiði hjá Opna háskólanum í HR.
Út er komin bók sem heitir Drottningin í dalnum. Þetta er saga Guðrúnar Margrétar Þorsteinsdóttur, tveggja eiginmanna og sona hennar í Vatnsdal. Saga Guðrúnar Margrétar er um margt merkileg. Foreldrar hennar urðu að láta hana frá sér vegna fátæktar og ómegðar þegar hún var aðeins þriggja ára. Hún eignaðist þrjú börn og varð ekkja í annað sinn 42 ára. Í kjölfarið tókst hún á við það verkefni að kaupa jörðina Haukagil og þar bjó hún með reisn í 26 ár. Hér er um að ræða heimildarrit sem bregður ljósi á hag- og samfélagssögu Íslendinga í tæplega eina og hálfa öld. Eggert Ágúst Sverrisson er höfundur bókarinnar en hann fór í sagnfræðinám eftir að hann hætti að vinna og segir það hafa verið eina af betri ákvörðunum lífs síns. Við spjölluðum við Eggert í dag.
Tónlist í þættinum:
Þannig týnist tíminn / Ragnar Bjarnason og Lay Low (Bjartmar Guðlaugsson)
Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín(Páll Óskar, Sveinbjörn Bjarki Jónsson og Toggi, Þorgrímur Haraldsson)
Í hjarta þér / Katrín Halldóra (Jón Múli og Jónas Árnasynir)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners