Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Gísli Einarsson en þrjúhundruðasti þáttur Landans, sem verður jafnframt fyrsti þáttur vetrarins, hefst eftir fréttir á sunnudaginn og lýkur ekki fyrr en sólarhring síðar, og verður þátturinn allur í beinni útsendingu. Við fengum Gísla til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum, ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag og svo auðvitað forvitnumst við um þessa maraþonútsendingu Landans.
Í matarspjalli dagsins var téður Gísli svo áfram með okkur og við spjölluðum um þjóðlegan mat, miðaldamat og eldamennsku. Sem sagt nóg af Gísla okkar Einarssyni í Mannlega þættinum í dag.
UMSJÓN SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON