Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni er vanari því að taka viðtöl við fólk frekar en að vera í viðtali sjálfur. Hvað vitum við um Gísla Martein sem á hverjum föstudegi stýrir þættinum Vikan með Gísla Marteini? Við forvitnuðumst um líf hans og fyrri störf í dag, fórum í ræturnar og rifjuðum upp fortíðina og skoðuðum ferlinninn og ferðlagið í gegnum lífið, í gegnum pólítík og fjölmiðlana til dagsins í dag.
Sósur voru undir smásjánni hjá okkur í Matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti í dag og ef ykkur finnst þið ómöguleg í sósugerðinni þá væri tilvalið að hlusta á yfirferð okkar yfir landslag góðra, heitra sósuuppskrifta.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON