Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að sýningarhaldi sumarsins í Glettu, sýningarrými á Borgarfirði eystri þegar Guðrún Benónýsdóttur verður tekin tali. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er verkið Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? eftir Hildi Hákonardóttur þar sem höfundur nýtir samtalsformið til að rekja sögu löngu horfinna biskupsfrúa og fyrirkvenna. Hlustendur heyra í höfundi bókarinnar í þætti dagsins. Og tveir ólíkir menn, skáldið Jónas Hallgrímsson og bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West koma við sögu að gefnu tilefni í Víðsjá í dag.