Umsjón: Þórður Helgi Þórðason
Gestur: Eldar Ástþórsson, athafnarmaður
Eldar mætti með nokkrar trommur og nokkra bassa með sér eins og lög gera ráð fyrir.
Einnig var hans lagalisti uppfullur af allskonar remixum, stuð þáttur frá fyrstu mínútu.
Eldar talaði um árin í Kópavoginum þar sem fólk skildi ekki alveg skopparana tvo, Eldar og Arnþór (Adda ofar) en það átti eftir að breytast.
Eldar klagar leyndarmálum plötusnúðanna í Kópavogsskóla og einnig leyndarmálinu um plötuna sem hann hlustaði á heima sem stöðu hans vegna í hardcore samfélaginu mátti ekki tala um opinberlega.
Ást hans á Party Zone kemur ekki fram í þessu spjalli, Björk og 200 krónurnar, Ronaldo, B-hliðin, glæpamaðurinn Goldie, Ajax og fullt af skemmtilegum hlutum en um fram allt, gott stuð.
Já hann svíkur ekki samkvæmisfólkið hann Eldar í þessum þætti af Gleymdum Perlum Níunnar.
Best er að hlusta þegar þú hleypur 20 kílómetrana