MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAG 16.okt 2019
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Í kvöld verður Heimspekikaffi í Gerðubergi þar sem Gunnar Hersveinn heimspekingur og Helga Arnardóttir félags- og heilsusálfræðingur ætla að ræða hamingju og andlega heilsu. Hvað þýðir það að vera við góða andlega heilsu? Hvernig má bæta andlega vellíðan og hamingjustundir? Hvaða lífsgildi er gott að styrkja til að finna jafnvægi á milli eirðarleysis og ofmetnaðar? Við fáum Helgu til okkar í spjall í þættinum í dag.
Við fáum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Í þessu póstkorti greinir meðal annars frá spænskunámi pistlahöfundarins sem hefur gengið misjafnlega hingað til en er að komast í góðan farveg og í framhaldinu veltir hann fyrir sér stöðu spænskunar á alþjóðavísu, en spænskan er næstmest talaða tungumál heims á eftir kínversku. Í lokin segir hann frá vaxandi áhyggjum manna vegna þess hve hlýnun andrúmsloftsins virðist vera hraðari við Miðjarðarhafið en annars staðar á hnettinum.
Á laugardaginn var haldin glímuhátíð á Ísafirði í tilefni af 100 ára afmæli knattspyrnufélagsins Harðar. Haldin voru þrjú mót og voru keppendur samtals 30 og keppt var um Vestfirðingabeltið í 15ánda sinn. VIð ræðum við formann Glímudeildar Harðar, Hákon Óli Sigurðsson.