Mannlegi þátturinn

Góuveðrið, kútmagakvöld og saga öskudagsins


Listen Later

Elín Björk Jónasdóttir kom til okkar í dag í veðurspjall. Hún gat ekki verið með okkur í síðustu viku þannig að það er komin uppsöfnuð þörf á veðurspjalli. Okkur tókst að þreyja þorrann, en hvað er framundan og er farið að sjá eitthvað til vors? Við komum ekki að tómum kofanum hjá Elínu frekar en fyrri daginn og hún sagði okkur líka frá veðurráðstefnum sem hún var á undanfarna viku þar sem rætt var meðal annars um norrænt samstarf og ofurtölvu sem staðsett er á Veðurstofu Íslands.
Bakaður saltfiskur, djúpsteiktur þorskur, ferskar gellur, grillaður steinbítur, kútmagi, hrogn og lifur eru meðal þess sem boðið verður upp á á Kútmagakvöldi hjá Lionsklúbbunum Fjölni og Ægi á föstudagskvöld. Þar verða líka til dæmis boðin upp málverk til styrktar starfseminni á Sólheimum, en þeir hafa styrkt þá starfsemi frá sjötta áratug síðustu aldar. En hvað er kútmagi? Þeir Eyþór Ólafsson og Andrés B. Sigurðsson frá Lionsklúbbnum Ægi fræddu okkur um kútmaga, starfsemi klúbbsins og þetta kvöld í þættinum.
Svo heyrðum við í gamalli vinkonu í lok þáttarins, Kristínu Einarsdóttur þjóðfræðingi. En hún skrifaði, að eigin sögn, þriggja og hálfs kílóa ritgerð, í Þjóðfræði við Háskóla Íslands, um öskudaginn og sögu hans. Við fengum nokkuð hundruð grömm af fróðleik hjá Kristínu um öskudaginn í dag. Hún sagði okkur frá öskupokum og steinum sem ekki voru alltaf gleðiefni, kettinum sem var sleginn úr tunnunni og syngjandi börnum.
Tónlist í þættinum í dag:
Töfrar / Silfurtónar (Júlíus Heimir Ólafsson)
Win Your Love / Sam Cooke (Sam Cooke)
How High the Moon / Ella Fitzgerald (Morgan Lewis og Nancy Hamilton)
Take it Easy / Eagles (Glenn Frey & Jackson Browne)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners