Víðsjá

Grettis saga, Coetzee, Carosone, miðlun tónlistar


Listen Later

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Helgu Rut Guðmundsdóttur, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, um tón-rafbækur og miðlun tónlistar í samtímanum. Lestur nýrrar kvöldsögu hefst á Rás 1 í kvöld. Fluttur verður lestur Óskars Halldórssonar á Grettis sögu. Óskar var einn fremsti og kunnasti lesari útvarpsins á sinni tíð. Grettis saga var síðasta verkefni hans af því tagi, en hann hafði þá um skeið unnið að rannsóknum á sögunni. Óskar Halldórsson lést árið 1983 og var lestrinum útvarpað árið eftir. Óskar fæddist 27. október 1921 og í haust verða því 100 ár liðin frá fæðingu hans. Rætt verður við dóttur Óskars, Svanhildi Óskarsdóttur sérfræðing á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, um áhuga föður hennar á Grettis sögu og rannsóknir hans á henni. Heyrandi nær færir okkur í pistli vikunnar hið smitandi bros sem finna má í tónlist hins gáskafulla Renato Carosone, en dægurperlur hans hafa ratað víðar en margur myndi halda. Arnljótur Sigurðsson segir frá Carosone í þætti dagsins. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Beðið eftir barbörunum eftir suður-afríska rithöfundinn J.M. Coetzee en bókin kom út á síðasta ári hjá Unu útgáfuhúsi í íslenskri þýðingu Sigurlínu Davíðsdóttur og Rúnars Helga Vignissonar
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

90,951 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

3 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

16 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners